ÞAKFRÁGANGUR
Þakgerð 1.B Steinsteypa - IKO fast dry primer - IKO powerflex 5000 T/F - IKO powerflex T/F ICE - Nophadrain ND IR - Ravatherm XPS X 300 SL 200mm eitt lag - Ravatherm XPS X MK - Farg
Uppbygging:
-
Steinn
-
Grunnur - IKO fast dry primer
-
Undirlag - IKO powerflex 5000 T/F
-
Yfirlag - IKO powerflex 4 T/F ICE
-
Yfirlag Kantar - IKO powerflex AD/F ICE
-
Drendúkur - Nophadrain ND IR
-
Einangrun - Ravatherm XPS X 300 SL
-
Dúkur - Ravatherm XPS X MK Mink Dúkur
-
Farg - Malarfarg
ÖFUGSNÚIÐ ÞAK (Inverted roof system)
Varið þakkerfi, einnig þekkt sem öfugsnúið þak notar næstum sömu efnisgæði og venjulegt þak. Það er samt sem áður frábrugðið að því leiti að einangrunin kemur ofan á þéttilagið og ver það fyrir sól, hitabreytingum o.s.frv. Þetta kerfi er oft kallað PMR system eða PROTECTED MEMBRANE ROOF. Líftími þessa þaka hefur að meðaltali a.m.k tvisvar sinnum líftíma venjulegs þaks þar sem einangrunin og fargið þar ofan á ver þéttilagið.

Liður 1. Pappalögn
Tekið er við þakplötu hreinni og tilbúinni til pappalagnar.
Á þakið koma tvö lög af þakpappa.
Grunnur: Þakflötur sem leggja skal á er grunnaður með IKO fast dry primer. Flöturinn verður að vera hreinn og laus við fitu. Fjarlægja þarf nibbur og ójöfnur áður en grunnun hefst. IKO fast dry primer er fljótþornandi grunnur sem þornar á
u.þ.b. 20 til 40 mín.
Þéttilag skal heillíma ofan á slétt yfirborð.
Undirlag: Undirlagið, IKO powerflex 5000 T/F er heillímt á þakflöt með eldsuðu. Pappinn skarast 8-10 cm á langhliðum og skammhliðum. Pappalagið er lagt í stefnu vatnshallans. IKO powerflex T/F er SBS asfaltdúkur. Efnisþyngd er 4,9 kg/m2. Styrktarmottan í pappanum er polyester 180 gr/ m2.
Yfirlag: Yfirlagið, IKO powerflex T/F ICE, er eldsoðið á undirlagið og lagt í sömu stefnu. Yfirlagið er lagt þannig að samskeyti á undirlagi komi ca á miðja rúllu yfirlags. Pappinn skarast eins og undirlagið. IKO powerflex T/F ICE er SBS asfaltdúkur. Efnisþyngd er 5,2 kg/m2. Styrktarmottan í pappanum er polyester 180 gr/m2.
ATH: Ef um grænt þak er að ræða þá breytist heiti yfirlags í IKO roofgarden 4 SBS T/F og á fleti sem standa upp úr fargi skal nota IKO roofgarden 4 SBS AD/F
Kantar: Á fleti sem standa upp úr fargi og eru undir álagi sólar skal setja asfaltdúk með steinmulningi.
IKO powerflex AD/F ICE.
Litur á steinmulningi: Dökk grár
Þyngd 10,1 kg/m2
Liður 2. Nophadrain ND IR drendúkur undir einangrun
Drendúkur á milli þakpappa og einangrunar kemur í veg fyrir það að vatn safnist upp á milli þakpappa
og einangrunar og hafi áhrif á einangrunareiginleika XPS einangrunarinnar. Nophadrain ND IR er
sérhannaður drendúkur sem kemur í veg fyrir að þetta gerist. Dúkurinn er samsettur úr þremur hlutum,
óofnum geotextíl, drenlagi og aðskilnaðarlagi sem skilur að þakpappa og plastefni drenlagsins.
Liður 3. Einangrun
Ofan á þakdúk skal leggja Ravatherm XPS X 300 SL plasteingrun. Einangrunin skal þola 300 kPa.
Plöturnar skulu leggjast í tveimur 100mm lögum ofan á asfaltdúkinn þannig að þær liggji þétt að köntum og vel
saman. Vanda skal sérstaklega við niðurföll og kanta.



Liður 4. Ravatherm XPS X MK Mink Dúkur
Ofan á einangrun er lagður Ravatherm XPS X MK Mink dúkur. Dúkurinn skal ganga upp á kanta og upp úr fargi.
Mikilvægt er að dúkurinn sé lagður þvert á stefnu vatnshallans og skaraður eins og línur sýna á dúk.
Dúkurinn skal ganga upp fyrir farg við kanta á þaki eða yfir endanlegt jarðvegsyfirborð.
Dúkurinn er skorinn við niðurföll og gengur hann niður í úrtak fyrir álrist við niðurfall. Álristin er síðan set ofan í úrtak og heldur við dúkinn.
Áhrif kælingu regnvatns vegna úrkomu sem flýtur á milli þéttilags og einangrunnar krefst aukninnar þykktar einangrunnar til að mæta kröfum reglugerðar. Komið er til móts við hitatap með notkun Mink kerfis frá Ravatherm sem lágmarkar hitatap vegna
regnvatns kælingu.
Ravatherm XPS X MK er vatnsheldur en á sama tíma hleypir hann út vatnsgufum. Regnvatni er því meinað að ná til
þéttilagsins og dregur því úr kælandi áhrifum.
Ravatherm XPS X MK Mink á að vera laust lagt yfir einangrunina, hornrétt á halla, með 300 mm skörun sem gengur niður hallann.
Þetta mun hjálpa fargi við að vinna gengn floti einangruninnar. Á kanta og fleti sem standa upp skal dúkurinn
ná upp fyrir farg þaks.
Ravatherm XPS X MK Mink er ofinn polyetylen jarðefnadúkur með eftirfarandi eiginleikum:
-
Vatnsgufudrægur
-
Vatnsheldur
-
UV stöðugur, getur verið óvarinn í allt að 4 mánuði
-
Bráðnar og skreppur samann við eld
-
Heldur sveiganleika og styrk í -73°C
-
Bræðslumark hans er 135°C

Liður 5. Farg
Malarfarg: Ofan á dúk skal setja 80-100mm drenlag úr sjávarmöl 40-60mm að þvermáli sem farg.


Frágangur með hellum: Ofan á dúk skal leggja hellur ofan á klossa sem halda loftunarbili milli dúks og hellu. Þetta er mikilvægt svo að einangrun kafni ekki undir farginu og raki komist út.

Frágangur með gróðri
eða Grænt þak: Í þökum með gróðri er mikilvægt að velja gott undirlag undir gróðurinn til að tryggja nægan vatnsbúskap og dren milli gróðurs og einangrunnar eða þéttilags.



Liður 6. Niðurföll
Frágangur niðurfalla:
-
Niðurföllin eru eldsoðin á undirlagið er pappalögn við undirlag er lokið. Ganga verður vel frá þéttingu þeirra áður en yfirlagsdúkur kemur yfir.
-
Að lokum er yfirlagsdúkur eldsoðinn á undirlagið og yfir niðurföll.
-
Þar sem niðurfall er við þakplötu verður að framlengja niðurföll upp fyrir malarlag með götuðum 2mm álrörum með álrist.
Frágangur niðurfalla með malarfargi
Frágangur niðurfalla með hellufargi
