Viðsnúið þakkerfi
með torfi
Viðsnúið þakkerfi eru þakkerfi þar sem einangrun liggur ofan á vatnsþéttilaginu. Þetta gerir það að verkum að vatnsþéttilagið er mjög vel varið fyrir sólargeislum, hitabreytingum og öðru ytra álagi. Asfaltdúkurinn er heillímdur á steinsteypta flötinn sem gerir það að verkum að auðvelt er að staðsetja leka ef svo ber að.
Þaktak ehf notar eingöngu hágæða þakefni frá viðurkenndum framleiðendum í Evrópu. Grunnur og asfaltdúkar koma frá IKO B.V. í Belgíu, ND IR drendúkur undir einangrun og ND4+1h drendúkur undir torf koma frá Nophadrain N.V. í Hollandi, og Ravatherm einangrunin kemur frá Ravago Building Solutions í Bretlandi.
Uppbygging:
-
Steinsteypa
-
Grunnur – IKO fast dry primer
-
Undirlag – IKO powerflex 5000 T/F
-
Yfirlag – IKO roofgarden 4 SBS T/F
-
Yfirlagskantar – IKO roofgarden 4 AD/F
-
Drendúkur undir einangrun – Nophadrain ND IR
-
Einangrun – Ravatherm XPS X 300 SL
-
Vatnsfleytidúkur – Ravatherm XPS X MK Mink dúkur
-
Drendúkur undir torf - Nophadrain ND 4+1h
-
Farg – Torf

Liður 1. Steinsteypa
Tekið er við þakplötu hreinni og tilbúinni til grunnunar.
Liður 2. Grunnur
Þakflötur er grunnaður með IKO fast dry primer sem er fljótþornandi grunnur sem þornar á u.þ.b. 20-40 mínútum. Grunnurinn eykur samloðun þakdúks og plötu.
Liður 3. Undirlag
Undirlagið, IKO powerflex 5000 T/F, er heillímt á þakflöt með eldsuðu. Þakdúkurinn er látinn skarast 8-10 cm á bæði langhliðum og skammhliðum og lagður í stefnu vatnshallans. IKO powerflex 5000 T/F er SBS bættur asfaltdúkur með 180 gr/m2 polyester styrktarmottu.
Liður 4. Yfirlag
Yfirlagið, IKO roofgarden 4 SBS T/F, er heillímt á undirlagið með eldsuðu. Þakdúkurinn er lagður í sömu stefnu og undirlagið og lagður svo að skörun lendi á sirka miðju undirlagsins. IKO roofgarden 4 SBS T/F er SBS bættur asfaltdúkur með 180 gr/m2 polyester styrktarmottu. Dúkurinn er jafnframt með rótdrepandi eiginleikum.
Liður 5. Yfirlagskantar
Á alla þá fleti sem standa upp úr fargi og verða fyrir álagi sólar skal nota asfaltdúk með- steinmulningi. IKO roofgarden 4 SBS AD/F er SBS bættur asfaltdúkur með 180 gr/m2 polyester styrktarmottu sem þolir sólarljós. Dúkurinn er jafnframt með rótdrepandi eiginleika.
Liður 6. Drendúkur undir einangrun
Drendúkur á milli þakdúks og einangrunar kemur í veg fyrir uppsöfnun vatns á milli laganna. Vatn sem liggur lengi á milli þessara laga hefur neikvæð áhrif á einangrunareiginlega XPS einangrunarinnar. Nophadrain ND IR er sérhannaður drendúkur undir einangrun. Dúkurinn er samansettur í þremur lögum, (1) óofnum geotextíll, (2) bolladúk, og (3) aðskilnaðarlagi sem skilur að þakdúkinn og plastefni bolladúksins.
Liður 7. Einangrun
Ofan á ND IR drendúkinn er lögð Ravatherm XPS X 300 SL plasteinangrun. Plöturnar get verið lagðar í einu 200 mm lagi eða 2x100 mm lagi. Ravatherm XPS X 300 SL er með varmaleiðni (D) 0,031 W/m.K, en einnig er hægt að fá Ravatherm XPS X ULTRA 300 SL sem er með varmaleiðni (D) 0,027 W/m.K. ULTRA einangrunin býður upp á þynnri heildar uppbyggingu kerfisins sem getur hentað vel við aðstæður þar sem kanthæð er lítil.
Liður 8. Vatnsfleytidúkur
Ravatherm XPS X MK Mink dúkur er lagður ofan á einangrun með það að markmiði að lágmarka magn vatns sem nær til vatnsþéttilagsins. Dúkurinn er látinn ganga upp á kanta, upp úr farginu
og lagður svo að skaranir séu í samræmi við vatnshalla þaksins. Ravatherm XPS X MK dúkurinn er
vatnsheldur en hleypir á sama tíma raka úr kerfinu. Þannig varnar dúkurinn því að einangrunin dragi í sig raka.
Liður 9. Drendúkur undir torf
Ofan á vatnsfleytidúkinn er lagður Nophadrain ND4+1h drendúkur undir torf. ND4+1h er hágæða, CE vottaður drendúkur ætlaður undir torf á þökum. Dúkurinn er drenandi en ásamt því virkar hann sem auka vatnsbirgðargeymsla fyrir torflagið.
Liður 10. Jarðvegur og torf
Torf er lagt beint ofan á ND4+1h drendúkinn. Algengasta aðferðin er að leggja tvö lög af úthagatorfi þar sem neðra lagið er lagt öfugt niður en það efra snýr rétt. Í kringum niðurfallsristar er lögð möl.
U-gildis útreikningar
Forsendur leiðréttingar vegna regnkælingar:
- Meðal sólarhingsúrkoma, p: 4,38 mm/dag
- Prósenta úrkomu sem nær undir einangrun, f: 2,5%. Ráðlagt gildi skv. BBA
- x: 0,04 W.dag/m2Kmm (skv. DN418 og BBA)
