top of page

Viðsnúið þakkerfi 

með malarfargi

Viðsnúið þakkerfi eru þakkerfi þar sem einangrun liggur ofan á vatnsþéttilaginu. Þetta gerir það að verkum að vatnsþéttilagið er mjög vel varið fyrir sólargeislum, hitabreytingum og öðru ytra álagi. Asfaltdúkurinn er heillímdur á steinsteypta flötinn sem gerir það að verkum að auðvelt er að staðsetja leka ef svo ber að.

Þaktak ehf notar eingöngu hágæða þakefni frá viðurkenndum framleiðendum í Evrópu. Grunnur og asfaltdúkar koma frá IKO B.V. í Belgíu, ND IR dredúkur undir einangrun kemur frá Nophadrain N.V. í Hollandi, og Ravatherm einangrunin kemur frá Ravago Building Solutions í Bretlandi.

Uppbygging:

 1. Steinsteypa

 2. Grunnur – IKO fast dry primer

 3. Undirlag – IKO powerflex 5000 T/F

 4. Yfirlag – IKO powerflex 4 T/F ICE

 5. Yfirlagskantar – IKO powerflex AD/F ICE

 6. Drendúkur undir einangrun – Nophadrain ND IR

 7. Einangrun – Ravatherm XPS X 300 SL

 8. Vatnsfleytidúkur – Ravatherm XPS X MK Mink dúkur

 9. Farg – Malarfarg
   


Liður 1. Steinsteypa

Tekið er við þakplötu hreinni og tilbúinni til grunnunar.

Liður 2. Grunnur

Þakflötur er grunnaður með IKO fast dry primer sem er fljótþornandi grunnur sem þornar á u.þ.b. 20-40 mínútum. Grunnurinn eykur samloðun þakdúks og plötu.

Liður 3. Undirlag

Undirlagið, IKO powerflex 5000 T/F, er heillímt á þakflöt með eldsuðu. Þakdúkurinn er látinn skarast 8-10 cm á bæði langhliðum og skammhliðum og lagður í stefnu vatnshallans. IKO powerflex 5000 T/F er SBS bættur asfaltdúkur með 180 gr/m2 polyester styrktarmottu.

 

Liður 4. Yfirlag

Yfirlagið, IKO powerflex 4 T/F ICE, er heillímt á undirlagið með eldsuðu. Þakdúkurinn er lagður í sömu stefnu og undirlagið og lagður svo að skörun lendi á sirka miðju undirlagsins. IKO powerflex 4 T/F ICE er SBS bættur asfaltdúkur með 180 gr/m2 polyester styrktarmottu.

Liður 5. Yfirlagskantar

Á alla þá fleti sem standa upp úr fargi og verða fyrir álagi sólar skal nota asfaltdúk með- steinmulningi. IKO powerflex AD/F ICE er SBS bættur asfaltdúkur með 180 gr/m2 polyester styrktarmottu sem þolir sólarljós.

Liður 6. Drendúkur undir einangrun

Drendúkur á milli þakdúks og einangrunar kemur í veg fyrir uppsöfnun vatns á milli laganna. Vatn sem liggur lengi á milli þessara laga hefur neikvæð áhrif á einangrunareiginlega XPS einangrunarinnar. Nophadrain ND IR er sérhannaður drendúkur undir einangrun. Dúkurinn er samansettur úr þremur hlutum, (1) óofinn geotextíll, (2) bolladúk, og (3) aðskilnaðarlagi sem skilur að þakdúkinn og plastefni bolladúksins.

Liður 7. XPS Einangrun

Ofan á ND IR drendúkinn er lögð Ravatherm XPS X 300 SL plasteinangrun. Plöturnar get verið lagðar í einu 200 mm lagi eða 2x100 mm lagi. Einangrunin frá Ravatherm er hágæða einangrun frá Bretlandi og er í dag stærsti framleiðandi XPS einangrunar í Evrópu. Ravatherm XPS X 300 SL er með varmaleiðni (D) 0,031 W/m.K, en einnig er hægt að fá Ravatherm XPS X ULTRA 300 SL sem er með varmaleiðni (D) 0,027 W/m.K. ULTRA einangrunin býður upp á þynnri heildar uppbyggingu kerfisins sem getur hentað vel við aðstæður þar sem kanthæð er lítil.

Liður 8. Vatnsfleytidúkur

Ravatherm XPS X MK Mink dúkur er lagður ofan á einangrun með það að markmiði að lágmarka magn vatns sem nær til vatnsþéttilagsins. Dúkurinn er látinn ganga upp á kanta, upp úr farginu
og lagður svo að skaranir séu í samræmi við vatnshalla þaksins. Ravatherm XPS X MK dúkurinn er
vatnsheldur en hleypir á sama tíma raka úr kerfinu. Þannig varnar dúkurinn því að einangrunin dragi í sig raka.

Liður 9. Farg

Ofan á dúk skal setja farg. Farg getur ýmist verið möl, hellur, gras, eða einhverskonar blöndur af þessum efnum.

Liður 10. Niðurföll og annað

Niðurföll eru eldsoðin á undirlagið er pappalögn við undirlag er lokið. Ganga verður vel frá þéttingu þeirra áður en yfirlagsdúkur kemur yfir. Yfirlagsdúkur er síðan eldsoðinn á undirlagið og yfir niðurföll. Þar sem niðurfall er við þakplötu verður að framlengja niðurfallið upp fyrir farg með götuðum 2 mm álristum.

 

Lofttúður eru eldsoðnar á yfirlagið er pappalögn yfirlags er lokið. Ganga verður vel frá þéttingu þeirra fyrir lokafrágang. Að lokum er yfirlagsdúkur eldsoðinn yfir fláns lofttúðu
 

U-gildis útreikningar

 

Forsendur leiðréttingar vegna regnkælingar:
- Meðal sólarhingsúrkoma, p: 4,38 mm/dag
- Prósenta úrkomu sem nær undir einangrun, f: 2,5%. Ráðlagt gildi skv. BBA
- x:  0,04 W.dag/m2Kmm (skv. DN418 og BBA)

bottom of page