top of page

Timburþak með torfi

Þakgerð 2.B     Timbur  - IKO base P4000 T/F - Festingar - IKO roofgarden 4 SBS T/F - Nophadrain ND 4+1 h - Torf/Gróður

 

Uppbygging:    

  1. Timbur

  2. Undirlag - IKO base P4000 T/F

  3. Festingar - Guardian Combi 35/45

  4. Yfirlag - IKO roofgarden 4 SBS T/F

  5. Yfirlag Kantar - IKO roofgarden 4 SBS AD/F 

  6. Drendúkur - Nophadrain ND 4+1 h

  7. Farg - Torf

Timburþak með torfi (grænt þak)

Liður 1.                            Pappalögn

           Tekið er við þakplötu hreinni og tilbúinni til pappalagnar.

           Á þakið koma tvö lög af þakpappa. Bæði undir- og yfirlag eru SBS þakefni sem er skammstöfun 
           fyrir styren butten styren gúmmí
 sem er blandað í asfaltið til mýkingar

Undirlag:     Undirlagið,  IKO base P4000 T/F er lagt laust ofan á þakið og eldsoðið saman á samskeytum. Það er fest niður með rósettum á                        jöðrum. Pappinn skarast 8-10cm á langhliðum og skammhliðum og er lagt í stefnu vatnshallans. Efnisþyngd er 4,0 kg/m2.                                    Styrktarmottan í pappanum er polyester 180 gr/m2.

Festingar:    Magn festinga á þak er ekki alltaf það sama og fer magn eftir vindálagi á hvert þak fyrir sig.

Yfirlag:         Yfirlagið, IKO powerflex 4 AD/F ICE, er eldsoðið á undirlagið og lagt í sömu stefnu. Yfirlagið er lagt þannig að samskeyti á                                   undirlagi komi ca á miðja rúllu yfirlags. Pappinn skarast eins og undirlagið. Efnisþyngd er 5,2 kg/m2.                                                                       Styrktarmottan í pappanum er polyester 180 gr/m2.

Kantar:        Á fleti sem standa upp úr fargi og eru undir álagi sólar skal setja asfaltdúk með steinmulningi.

                    IKO powerflex 4 AD/F ICE.

                    Litur á steinmulningi: Dökk grár

Þyngd         10,1 kg/m2   

Liður 2.                            Drendúkur (Nophadrain 4+1 h)

Ofan á yfirlag er lagður Nophadrain drendúkur. Dúkurinn er lagður laus ofan á yfirlag í 1,25m breiðum renningum óháð vatnshalla og er lagður upp að köntum. 

Nophadrain 4+1 h er hágæða, CE-vottaður drendúkur með vatnsbirgðageymslum fyrir gróður sem liggur honum að ofan. Dúkurinn kemur í veg fyrir að vatnsþrýstingur myndist ofan við yfirlagið, ver það fyrir álagi og sér til þess að vatn komst auðveldlega að niðurföllum.

Liður 3.                            Farg - Torf

                  Torf er lagt á þakið í 2-4 lögum og fer það eftir vindálagi á þakið hversu þungt torfið þarf að vera

Liður 4.                            Niðurföll

Frágangur niðurfalla:  

  1. Niðurföllin  eru eldsoðin á undirlagið er pappalögn við undirlag er lokið. Ganga verður vel frá þéttingu þeirra áður en yfirlagsdúkur kemur yfir.

  2. Að lokum er yfirlagsdúkur eldsoðinn á undirlagið og yfir niðurföll. 

  3. Þar sem niðurfall  er við þakplötu verður að framlengja niðurföll upp fyrir torf með götuðum 2mm álrörum með álrist.


     

bottom of page