Grunnar og Vökvaþéttingar

Þéttiefni: Í dag notum við hin ýmsu vökva þéttiefni frá IKO í Belgíu. Þessi efni eru fyrir þök þar sem óskað er eftir þéttiefnum í vökvaformi.

Efnin eru notuð t.d á svalargólf til þéttingar og er þá lokafrágangur með sandi eða flögum sem stráð er yfir efnið blautt. Einnig er hægt að fá lokafrágang sem er í líkingu við steinteppi.

Við eigum líka þéttiefni sem eiga við þakpappa (MS detail)  sem notuð eru í kringum erfið deili.

Einnig eigum við efni sem hægt er að nota sem þéttilag á stein og járn þar sem ekki er óskað eftir dúkum eða skyldum efnum.

MS Detail

MS Detail er einnar þáttar plastefni byggt upp af MS (modified silicon) fjölliðum. Þornunartími efnisins fer eftir loftraka og umhverfishita. Við 50 % hlutfallsraka og 20 ◦C tekur það, 2 mm þykkt lag af MS Detail, 60-120 mínútur að verða regnhelt, en efnið nær fullum styrk á 24 klukkustundum.

Teknoprimer detail

Teknoprimer Detail er grunnur fyrir MS Detail. Beita skal Teknoprimer detail með því að nota málningarpensil með stuttum hárum, u.þ.b. 0,1-0,2 l/m2.

Teknotan BT

Teknotan BT er einnar þáttar plastefni byggt upp af pólýúretan. Þornunartími efnisins fer eftir loftraka og umhverfishita. Við 50 % hlutfallsraka og 20 ◦C tekur það, 2 mm þykkt lag af Teknotan BT, 60-120 mínútur að verða regnhelt, en efnið nær fullum styrk á 24 klukkustundum.

Teknoprimer

Teknoprimer er grunnur fyrir Teknotan BT. Beita skal teknoprimer með því að nota málningarpensil með stuttum hárum, u.þ.b. 0,1-0,2 l/m2.

Quick dry primer

IKO primer er fljótþornandi grunnur sem þornar á 20-40 mín við 20°C.

© 2023 by Þaktak ehf.             Grandatröð 3, 220 Hafnarfirði             Sími: (+354) 5811112               Kt: 710800-3160             taktak@taktak.is