Þaktak ehf. var stofnað árið 2000 af Páli Karlssyni og Huldu Hrefnu Marteinsdóttur. Reynsla af þakpappalögnum hefur þó fylgt fyrirtækinu síðan árið 1980 þegar Páll byrjaði að vinna sem sumarstarfsmaður hjá Karli B. Sigurðssyni og Guðjóni Helgasyni og síðar í fullu starfi 1988. Páll rak Þakpappaþjónustuna með Karli föður sínum frá 1988 og til ársins 2000. Við stofnun Þaktaks voru 4 starfsmenn í fullu starfi en nú er starfsmenn um 15. Þaktak flytur sjálft inn öll sín þakefni og hefur gert frá upphafi og notar fyrirtækið í dag þakdúka frá IKO B.V. (áður ATAB B.V.). Þaktak hefur verið í stöðugum vexti frá stofnun fyrirtækisins og er í dag eitt af stærstu þakverktakafyrirtækjum landsins.
Þaktak ehf. er þakverktakafyrirtæki sem sérhæfir sig einna helst í frágangi flatra þaka, sölu hágæða þakefna og ráðgjöf. Undanfarin ár hefur starfsmannafjöldi Þaktaks verið um 10 starfsmenn en nokkuð fleiri á hánnatímum. Starfsemi fyrirtækisins er fjölbreytt og dæmi um verk sem Þaktak tekur að sér eru vatnsþéttingar þaka, brúargólfa, bílastæðaþaka, svalagólfa og timburpalla.
Þaktak notar eingöngu hágæða þakefni sem það flytur inn sjálft frá viðurkenndum aðilum. Áralöng reynsla og sterk sambönd við erlenda birgja gerir það að verkum að stöðug uppfærsla er á þakefnum frá Þaktak og viðskiptavinir geta verið vissir um að gæðaefni sé í boði allan ársins hring.
Í dag notum við efni sem hér segir.
-
Þakdúkar - IKO B.V. (Belgía)
-
Drendúkar - Nophadrain B.V. (Holland)
-
XPS Einangrun - Ravago Building Solutions (Bretland)
-
Niðurföll - Eterno Ivica S.r.l. (Ítalía)
-
Festingar - Guardian (Holland)
-
Verkfæri - Grún (Þýskaland)
ALMENNAR UPPLÝSINGAR UM ÞAKTAK EHF.
Heiti í hlutafélaga og firmaskrá: Þaktak ehf
Kennitala: 710800-3160
Aðsetur : Tranavogur 5, 104 Reykjavík
Grandatröð 3, 220 Hafnarfjörður
Sími: 5811112
Fax: 5681110
Veffang: http://www.taktak.is
Póstur: taktak@taktak.is
VSK númer: 68430